Handbolti

Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. vísir/getty

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Álaborg í dag þegar heimamenn fengu stjörnum prýtt lið Barcelona í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Arnór Atlason þjálfar danska liðið og Janus Daði Smárason er leikstjórnandi þeirra. Janus sýndi fína spretti; skoraði fjögur mörk úr átta skotum en það dugði skammt gegn öflugu liði Börsunga.

Aron Pálmarsson var á sínum stað í liði Barcelona og gerði tvö mörk úr sjö skotum en leiknum lauk með fjögurra marka sigri gestanna, 30-34 eftir að Barcelona hafði leitt með einu marki í leikhléi, 14-15.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.


Fleiri fréttir

Sjá meira