Iceland

Dagur tilbúinn að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á meðan flugvöllur í Hvassahrauni er í skoðun

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er tilbúinn til þess að tryggja rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan unnið er að hugmyndum um nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki eftir fjögur ár.

Fyrir helgi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, var sagt frá hugmyndum samgönguráðherra um að ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði byggð upp við gömlu Umferðarmiðstöðina og verði hluti af nýrri samgöngumiðstöð Reykjavíkurborgar.

Verkefnahópur sem vann skýrslu um málið fyrir ráðuneytið telur þennan möguleika þann ákjósanlegasta af þremur sem hópurinn velti upp. Gerð yrðu göng undir Hringbraut fyrir komu- og brottfararfarþega og nýtt flughlað yrði byggt upp milli norður/suðurbrautarinnar og neyðarbrautarinnar svokölluðu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur eðlilegt að borgin og samgönguráðuneytið taki upp viðræður um þessi mál strax í sumar en í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að norður/suður flugbrautin víki árið 2022, eða eftir fjögur ár, fyrir byggð.

„Ég hef sagt það áður að, að á meðan það er verið að vinna að nýjum flugvelli í Hvassahrauni að þá sé ég tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Dagur segir að borgin geri ráð fyrir ákveðnu byggingarlandi í Vatnsmýri sem þurfi að mæta byggingarlandi í Höfðahverfi, sem tengist viðræðum borgarinnar og ríkisins um fyrirhugaða Borgarlínu.

„Ég hef fulla trú á því að það takist,“ segir Dagur.

Degi hugnast hugmyndir samgönguráðherra og uppbyggingu með þessu móti en ráðherra sagði fyrir helgi að fjárfestingin myndi ekki glatast þó svo völlurinn myndi víkja fyrir byggð í nánustu framtíð.

„Vöxturinn í samgöngum er að öllum líkindum viðvarandi, og þá er ég að tala um alþjóðaflugið og svo framvegis og ef að það er passað upp á þetta að þá getur þetta verið skynsamlegra heldur en að byggja nýja flugstöð út af fyrir sig en sem er þá líka sveigjanlegt þannig að eftir því sem þróunin vindur fram þá geta þessi not verið öðruvísi,“ segir Dagur.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira

Football news:

Setien Pro Champions League: the Game with Napoli is key. It is fair that Barcelona play at home
Nani: As children, we were starving, and there were rats and lizards running around the house. I realized that God wants me to help my family by becoming a football player
Real Madrid will consider proposals for Jovic. The option of selling is not excluded
Mikel Arteta: Mourinho was invited to make Tottenham the winning team
Failure of the VAR in the last English tour: on Thursday, all three decisions on penalties were recognized as mistakes
Zlatan Ibrahimovic: This is not my Milan. The club's ambitions are not what they used to be
Liverpool will only try to buy Tiago if one of the key players leaves