Iceland

Harris þykir líklegust sem varaforsetaefni

Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris nýtur mests stuðnings kjósenda Demókrataflokksins sem mögulegt varaforsetaefni flokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var vestra á dögunum. Fréttaveitan Vox greinir frá.

Kamala Harris, sem bauð sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir komandi kosningar, er aðeins nokkrum prósentustigum á undan fyrrum mótframbjóðanda sínum, öldungadeildaþingmanninum  Elizabeth Warren. Þær lutu báðar í lægra haldi fyrir Joe Biden, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, sem hlotið hefur formlega útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Það verður því hann sem etur kappi við Donald Trump, sitjandi forseta Bandaríkjanna í komandi kosningunum.

Könnunin náði til 1.296 kjósenda Demókrataflokksins en einnig til óháðra kjósenda. Kamala Harris hlaut 32% fylgi, Elizabeth Warren 27%, Susan Rice, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hlaut 17% en aðrir minna. Sjö demókratar komu til greina í könnuninni og voru allar konur.

Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður. Líklegt þykir því að annað hvort Harris …

Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður. Líklegt þykir því að annað hvort Harris eða Warren verði varaforsetaefni demókrata í kosningunum í haust. AFP

Könnunin var unnin af SurveyUSA að beiðni FairVote-samtakanna í Bandaríkjunum. Samtökin berjast fyrir breytingu á því kosningakerfi sem hefð er fyrir í Bandaríkjunum. Það kosningakerfi sem Bandaríkjamenn notast við í dag er eins konar einstaklingskerfi: sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær ber sigur úr býtum. Dreifast atkvæði nokkuð jafnt milli nógu margra frambjóðenda, getur sigurvegari forkosninga í Bandaríkjunum því allt eins unnið forval síns flokks með aðeins 10% atkvæða.

FairVote-samtökin berjast hins vegar fyrir að upp verði tekið svokallað uppröðunarkerfi, kerfi sem þekkist meðal annars úr prófkjörum stjórnmálaflokka hérlendis. Kjósendum býðst þá að raða frambjóðendum upp í sæti. Þeirra uppáhalds frambjóðandi í fyrsta sæti, sá næsti í öðru sæti og svo koll af kolli. Kjósendur geta þannig gengið að því vísu að ef sá frambjóðandi sem þau kusu í fyrsta sæti tapar, færast atkvæðin til þess sem næstur er á lista þeirra. Þannig fara atkvæði ekki til spillis sem ekki renna til þeirra sem sigurstranglegastir eru.

Með innleiðingu þessa kosningakerfis telja FairVote-samtökin að fleiri bandarískir kjósendur geti unað niðurstöðum kosninga. Þetta telja samtökin einnig að myndi brjóta upp það tveggja flokka kerfi sem ætíð hefur verið við lýði í Bandaríkjunum og gefið minni flokkum meira vægi.

Þegar búið var að dreifa niðurstöðum umræddrar könnunar samkvæmt þessu kerfi, stóð Kamala Harris eftir sem sigurvegari með 54,79% atkvæða en Elizabeth Warren varð önnur með 45,21% atkvæða. Líklegt þykir því að annað hvort Harris eða Warren verði varaforsetaefni demókrata í kosningunum í haust.

Joe Biden, forsetaefni demókrata

Joe Biden, forsetaefni demókrata AFP

Joe Biden forsetaefni demókrata mun líklega tilkynna varaforsetaefni sitt í allra seinasta lagi þann 17. ágúst, en þá fer flokksþing demókrata fram í Milwaukee í Wisconsin-ríki. Hinar eiginlegu forsetakosningar fara svo fram þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi. Eins og hefð er fyrir fara forsetakosningar í Bandaríkjunum ætíð fram fyrsta þriðjudag nóvembermánaðar.

mbl.is

Football news:

Mourinho on bale: Happy and professional, but not ready yet. I hope he returns after a break for the national teams
Lukaku caught up with Ronaldo in the list of Serie A scorers, scoring twice against Benevento. Forwards have 3 goals
Schalke was led by former Augsburg coach Baum. Naldo joined his staff
Lukaku scored Benevento in the 28th second. This is Inter's record in Serie A for collecting statistics
Karl-Heinz Rummenigge: Xabi Alonso is an Interesting coach for Bayern. He's a great guy
Van de Beek's agent: Donny is happy at Manchester United. Svart spoke as a mentor and adviser, this is his personal opinion
The test passes a medical examination in Barcelona. He will almost certainly sign a contract. Koeman on defender