Iceland

Íbúar Beirút krefjast svara

Íbúar Líbanon hafa margir lýst yfir óánægju sinni og reiði í garð ríkisstjórnar landsins í kjölfar gríðarlegrar sprengingar sem varð á þriðjudag. Hið minnsta 137 eru látnir, margra er saknað og um 300.000 hafa misst heimili sitt og eigur. 

Michel Aoun, forseti Líbanon, hefur sagt að um 2.700 tonn af ammóníum-nítrati hafi valdið sprengingunni, en efnið var geymt á ófullnægjandi hátt í vöruskemmu við höfnina í Beirút frá árinu 2013. 

Samkvæmt BBC hafa fjölmargir íbúar Líbanon sakað yfirvöld um spillingu, vanhirðu og óstjórn. 

„Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er í geðshræringu og fólk er þreytt,“ segir kvikmyndagerðamaðurinn Jude Chehab. 

Chadia Elmeouchi Noun, íbúi Beirút sem er nú á sjúkrahúsi, segir: „Ég hef vitað allan þennan tíma að við vorum undir stjórn vanhæfra leiðtoga, vanhæfrar ríkisstjórnar. En það sem þeir hafa gert núna er glæpsamlegt.“

Ríkisstjórn Líbanon tilkynnti í gær að nokkrir starfsmenn hafnayfirvalda landsins hafi verið settir í stofufangelsi í kjölfar sprengingarinnar á meðan málið verður rannsakað. 

mbl.is

Football news:

Abramovich is suspected of secretly investing in players of other clubs
Ibrahimovic has scored 23 consecutive seasons at club level
Rakitic on Messi and Suarez: We were never close friends. I am grateful for the way they treated me
Ibrahimovic scored for Milan in both games of the season. He will be 39 next week
Now the promotion does not differ from the badge on the chest. Players the CRC has not got down on his knee before the match and defended them black sortdir
Roma can be awarded a technical defeat in the match with Verona. The club incorrectly stated diavara
Zinchenko and Bernardo Silva will not play against Wolves due to muscle injuries