Iceland

Karius fékk heilahristing áður en hann gerði mistökin skelfilegu

Karius hendir boltanum í Benzema og inn.
Karius hendir boltanum í Benzema og inn. vísir/afp

Markvörður Liverpool, Loris Karius, fékk heilahristing í úrslitaleiknum gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta staðfesta læknar í Bandaríkjunum.

Karius gerði sig sekan um tvö skelfileg mistök í leiknum og nánast færði Real tvö mörk á silfurfati en Liverpool tapaði leiknum að lokum, 3-1.

Karius fór í myndatöku á spítalanum í Massachusetts þar sem hann er í fríi og þar kom í ljós að markvörðurinn hlaut heilahristing í leiknum.

Þýski markvörðurinn lenti í samstuði við Sergio Ramos snemma í síðari hálfeiknum. Skömmu síðar færði hann svo Real gjöf á silfurfati er hann kastaði boltanum í Karin Benzema og inn fór hann.

Skot Gareth Bale síðar í leiknum virtist einnig beint á Karius en hann missti boltann inn og gerði þar með út um leikinn. Læknateymi Liverpool var áhyggjufullt um að Karius hafði fengið heilahristing og það var raunin.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira

Football news:

Sterling on the record for goals in a season: we Want to win the Champions League and the FA Cup, otherwise they won't mean anything
Sheffield will finish the Premier League season without defeats from clubs from London. 22 points in 10 games and 5 home wins
Bonucci on Juve's draw with Atalanta: We must look at the result. This is how Championships are won
Sterling surpassed Yaya Toure to become Manchester City's 2nd goalscorer in the history of the Premier League
Gasperini on two penalties for Juve: They are above any rules in Italy. Did we have to cut off our hands?
Sarri Pro 2:2 with Atalanta: We played with one of the best teams in Europe right now
Pep Guardiola: Manchester City have won a place in the Champions League on the pitch. I hope that UEFA will allow us to play