Iceland

Karius snýr líklega aftur – Afþakka boðið

Loris Karius, markvörður Besiktas, mun snúa aftur til Liverpool eftir þessa leiktíð.

Frá þessu greinir the Athletic en Karius hefur undanfarin tvö tímabil leikið á láni í Tyrklandi.

Besiktas má kaupa Karius endanlega fyrir 7,25 milljónir punda næsta sumar en mun hafna því.

Karius hefur ekki heillað alla á tíma sínum í Tyrklandi og liggur framtíð hans annars staðar.

Liverpool hefur þó ekki mikið að gera við Karius og er með gott markmannsteymi í þeim Alisson og Adrian.

Enski boltinn á 433 er í boði