Iceland

Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri

Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg.

Guðluagur Victor lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Mathias Honsak á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Yannick Stark tvöfaldaði forystuna á 74. mínútu og fimm mínútum síðar var staðan orðinn 3-0 eftir mark Marvin Mehlem.

Það var svo íslenski landsliðsmaðurinn sem rak síðasta naglann í kistu St. Pauli með fjórða mark Darmstadt í uppbótartíma en Victor lék allan tímann á miðju liðsins sem er í 5. sæti deildarinnar. Þeir eru einungis sex stigum frá umspilssæti um sæti í þýsku úrvalsdeildinni er sjö umferðir eru eftir.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli en Sandhausen er í 14. sætinu, einungis þremur stigum frá fallsæti.

Football news:

Messi will not leave Barcelona for free in the summer. This clause in the contract is no longer valid
Manchester United have extended ighalo's loan until January 31, 2021
PSG can buy Milinkovic-Savic and Marusic from Lazio for 80 million euros
Niang is Interesting for Tottenham, but the move to Marseille is more real
Coutinho's agent: Philippe has a desire to return to the Premier League, but there have also been conversations with Bayern about next season
Bayern President on Sanaa: he plays in Nike cleats. If he goes to us, he will learn about the advantages of adidas
Ighalo's agent confirmed that Manchester United are close to extending the player's loan until January