Iceland

Rauðu djöflarnir á fljúgandi siglingu og skoruðu fimm gegn Bournemouth

Manchester United sigraði Bournemouth 5-2 í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu. Heldur betur fjör á Old Trafford.

Bournemouth komst yfir á 16. mínútu þegar Junior Stanislas kom boltanum framhjá David de Gea úr þröngu færi. 

Unga verðandi stórstjarnan Mason Greenwood jafnaði metin á 29. mínútu þegar hann smurði boltann upp í skeytin með vinstrifæti. Marcus Rashford skoraði síðan úr vítaspyrnu á 35. mínútu til að koma United yfir og Anthony Martial skoraði með geggjuðu skoti fyrir utan teig, sláin inn, á 45. mínútu.

Bournemouth fékk víti á 50. mínútu þegar boltinn fór í hönd Eric Bailly og Joshua King fór á punktinn og skoraði gegn sínu gamla liði. 

Mason Greenwood var aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hann keyrði inn á teig og skaut í þetta sinn með hægrifæti þráðbeint upp í skeytin. Bruno Fernandes skoraði síðan fimmta og síðasta mark Man Utd í leiknum beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu. Lokatölur 5-2 og eru United eins og er í fjórða sætinu, stigi ofar en Chelsea sem eiga leik til góða.

Bournemouth er í næstneðsta sæti og hafa tapað fimm leikjum í röð.

Football news:

Messi-Casillas: you are an incredible goalkeeper. It was a beautiful rivalry that made you overcome yourself
Ferran Torres: Ronaldo was the best. He is an example for everyone who wants to achieve the maximum in football
Barcelona cannot agree with Ter Stegen on a new contract. The goalkeeper wants to stay
We found out how the fascinating logo of Iceland appeared: Game of thrones has nothing to do with it, the source of audacity is the success of the national team
Ronaldo-Casillas: Proud that we shared great moments
Bayern want to sell Boateng in the summer. The club has no offers yet
Solskjaer on the Europa League: a Trophy would be a big step forward for Manchester United. We want to win something