logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo
star Bookmark: Tag Tag Tag Tag Tag
Iceland

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Amazon-regnskógarnir, sem eru þeir stærstu í heimi, eru ómissandi við söfnun kolefnis og til að hægja á loftslagsbreytingum. Hátt settur brasilískur embættismaður hefur sagt frá því óopinberlega að ríkisstjórnin hvetji til eyðingar skóganna. Þar er á hverri mínútu rutt svæði sem samsvarar einum fótboltavelli, samkvæmt gervihnattagögnum. Nýr hægri sinnaður forseti Brasilíu hefur meiri áhuga á framkvæmdum en því að vernda náttúruna og hefur eyðing regnskóganna aukist síðan hann tók við völdum.

Yfirleitt eru notaðar jarðýtur, annaðhvort þannig að ýtt er á trjástofnana með þeim afleiðingum að ræturnar fylgja með, eða með því að strengja keðju á milli tveggja véla og ryðja trjánum úr veginum. Á stóru svæði sem nýlega hefur verið rutt fundust risastór tré liggjandi á jörðinni, laufin voru ennþá græn og jarðvegurinn sviðnaði í sólinni. Timbrið verður svo fjarlægt, annaðhvort til að selja það eða brenna, og jarðvegurinn verður undirbúinn fyrir landbúnað.

Á öðrum svæðum ryðja skógarhöggsmenn, sem stunda ólöglegt skógarhögg, brautir í gegnum skóginn til þess að komast að þeim trjám sem sérstaklega gott verð fæst fyrir.

Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir skóginn?

Gervihnattamyndir sýna mikla aukningu í eyðingu skógarins á fyrri hluta þessa árs, síðan Jair Bolsonaro tók við sem forseti Brasilíu, en landið hefur yfirráð yfir meirihluta Amazon-svæðisins. Nýjustu rannsóknir sýna að á síðustu tveimur mánuðum hefur gríðarstórt svæði verið rutt, einn hektari lands er ruddur á hverri mínútu.

Að sögn embættismanna er aðalástæða hins mikla skógarhöggs sú, að verið er að ryðja ný svæði sem nýta á sem beitiland fyrir nautgripi. Á síðasta áratug tókst yfirvöldum, með sérstökum aðgerðum og sektum, að draga verulega úr eyðingu skóganna. Málin hafa breyst í valdatíð Bolsonaro og ráðherra hans, þeir hafa gagnrýnt þær sektir sem beitt var af fyrri ríkisstjórn og dregið úr aðgerðum sem áttu að hamla gegn skógarhöggi.

Af hverju skiptir þetta máli?

Umdeildur Jair Bolsonaro.

Í skógunum eru milljarðar trjáa og í þeim er bundið gríðarlegt magn kolefnis. Á hverju ári taka lauf trjánna í regnskógunum í sig mikið magn koltvísýrings, sem myndi annars vera í andrúmsloftinu og hafa áhrif á hækkun hitastigs í heiminum.

Lífríki regnskóganna er afar fjölbreytt, í þeim er að finna um það bil einn tíunda af öllum plöntum og dýrum jarðarinnar. Í skógunum býr einnig um ein milljón frumbyggja, sem veiða og safna plöntum inni á milli trjánna.

Hvað þýðir þessi nýja stefna Brasilíu?

Bolsonaro komst til valda með popúlískri stefnu og með stuðningi frá landbúnaðarfyrirtækjum og bændum, sem margir hverjir eru á þeirri skoðun að of stór hluti Amazon-svæðisins sé verndaður og að umhverfissinnar hafi of mikil völd. Hann hefur sagt að hann vilji að lög sem vernda skógana fái minna gildi og hefur ráðist að opinberum starfsmönnum sem sinna verndun trjánna.
Þetta hefur orðið til þess að þeim sem starfa við umhverfisvernd líður eins og þeir séu óvinir Amazon, þegar raunin er sú að þetta er fólkið sem vinnur að því að vernda vistfræðilega framtíð landsins.

Brasilískir embættismenn telja að skógareyðingin sé enn meiri en brasilísk stjórnvöld vilja viðurkenna. Ráðherrar íhuga að ráða sjálfstæðan verktaka til að vinna úr gervihnattamyndunum af svæðinu, og draga þannig úr trúverðugleika stofnunarinnar sem nú ber ábyrgð á þeim málum.

Nú líður að lokum regntímabilsins og þar sem skógarhögg fer fram á þurrkatímum óttast embættismennirnir að nú muni eyðing skóganna gerast enn hraðar. Ástandið gæti jafnvel verið enn verra en talið hefur verið þar sem þau svæði sem síðast voru rudd hafa enn ekki verið mynduð. Embættismennirnir segja að fólk verði að fá að vita hvað sé að gerast vegna þess að þeir þurfi bandamenn í baráttu sinni gegn eyðingu regnskóganna.

Hvað segir ríkisstjórnin?

Fyrr á þessu ári bauð Bolsonaro forseta Bandaríkjanna í samstarf um að nýta auðlindir Amazon. Í síðasta mánuði sagði Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, í viðtali að það ætti að verðlauna landeigendur fyrir verndun skóganna og að þróaðar þjóðir eigi að borga reikninginn.

Viðbrögð ríkistjórnarinnar við því, þegar umheimurinn kallar eftir því að bjarga þurfi skógunum, eru hörð. Ráðgjafi forsetans sagði í viðtali við Bloomberg að það væri þvæla að Amazon væri hluti af arfleifð heimsins: „Amazon er hluti af Brasilíu og Bralilía á að takast á við arfleifð landins og á það að vera Brasilíu til hagsbóta.“

Áratugum saman hafa samtök bænda haldið því fram að þau svæði skóganna sem vernduð eru, þar á meðal þau svæði sem hýsa frumbyggjana, standi í vegi fyrir þróun landsins og sköpun starfa. Fulltrúi einna bændasamtakanna sagði í viðtali að önnur lönd hefðu rutt skóga til að rýma fyrir landbúnaði en nú vildu þessi lönd ekki að Brasilía gerði slíkt hið sama.
Vanderly Wegner segir að Bandaríkin og Evrópa, sem kaupi vörur frá Amazon-svæðinu, hafi ekki nálægt því eins strangar reglur um verndun skóga, og það séu hvort eð er ekki miklir skógar eftir í Evrópu. Hann segir að það þurfi að þróa Amazon-svæðið og að það sé réttur fólksins sem þar býr að svæðið sé þróað.

All rights and copyright belongs to author:
Themes
ICO