Handbolti

Stjarnan er á toppi Olís deildarinnar
Stjarnan er á toppi Olís deildarinnar vísir/vilhelm

Einum leik er lokið í Olís deild kvenna í handbolta í dag en hann fór fram í TM Höllinni í Garðabæ þar sem nýliðar Aftureldingar voru í heimsókn.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar líða tók á leikinn sigu Stjörnukonur örugglega fram úr.

Gestirnir leiddu í leikhléi með átta mörkum gegn fimm en í síðari hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina og fór að lokum svo að Stjarnan vann 27-16.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stefanía Theodórsdóttir og Dagný Huld Birgisdóttir gerðu allar fimm mörk fyrir Stjörnuna en Anamaria Gugic var atkvæðamest gestanna með 6 mörk.

Stjarnan með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og trónir á toppi Olís deildarinnar. Afturelding hins vegar án stiga á botni deildarinnar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.


Fleiri fréttir

Sjá meira