Iceland

Þegar Manning náði að kveikja neistann hjá Tiger

Peyton og Tiger er vel til vina.
Peyton og Tiger er vel til vina. vísir/getty

Fyrrum NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning sagði ansi magnaða sögu af því á dögunum hvernig honum tókst að æsa Tiger Woods upp með ruslatali er þeir spiluðu golf saman.

Manning sagði söguna eftir að hafa spilað með Tiger í síðustu viku. Það var ekki í fyrsta skipti sem þessar goðsagnir spila golf saman.

Þegar Manning spilaði með Indianapolis Colts og vildi keyra kerfin sín hratt þá notaði hann orðin Tiger og Phil. Ef hann sagði Tiger þá átti að fara af stað á einum en tveimur ef hann kallaði Phil.

Þessa taktík notaði hann því Tiger var alltaf efstur á heimslistanum en Phil Mickelson í öðru sæti. Hann sagði Tiger frá þessu á sínum tíma og kylfingnum fannst það mjög merkilegt.

Eftir fyrsta tímabil Manning með Denver Broncos árið 2013 þá spilaði hann með Tiger á nýjan leik. Tiger spurði þá hver helsti munurinn væri á því að spila með Broncos og Colts.

Mannig skaut þá á Tiger. Það væri ruglandi að Rory McIlroy væri númer eitt en hann væri númer tvö. Tiger tók þessari kyndingu ekkert sérstaklega vel.

Svo illa tók hann henni reyndar að hann notaði hana til að hvetja sig áfram. Hann vann tvö mót þennan mánuðinn og komst aftur á topp heimslistans. Morguninn eftir hringdi hann í Manning og minnti hann á að nú yrði að breyta kerfinu aftur. Á þann hátt sem væri réttur.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira

Football news:

Cristiano Ronaldo: I needed to score from a free kick to regain my confidence
After football, Buffon will return to school. He once faced prison for a false diploma
Ronaldo scored the first goal for Juventus from a free kick. There were 43 attempts
Ronaldo is the first in 59 years to score 25 goals for Juventus in Serie A in a single season
Sulscher on 5:2 with Bournemouth: I am happy with the energy of Manchester United and the goals scored. It was a match for the fans
Rashford on 5-2 with Bournemouth: it's Important to push on until the end of the season. Exciting time
⛔ This is the first League of Armenia was stopped because of dogovornjakah. Banned 5 clubs and 58 people (45-for life)