Iceland

United vann með herkjum | Lukaku og Eriksen skutu Inter áfram

Manchester United og Inter Milan eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Manchester United marði LASK Linz 2-1 á Old Trafford í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Þar sem Man Utd vann fyrri leikinn 5-0 var sæti þeirra í 8-liða úrslitum aldrei í hættu. 

Eftir markalausan og hundleiðinlegan fyrri hálfleik þar sem Manchester United náði ekki skot á  markið þá komust gestirnir óvænt yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Philipp Wiesinger kom þeim þá yfir með frábæru skoti eftir að hornspyrna gestanna var skölluð frá. 

Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Jesse Lingard jafnað metin en hann var allt í einu einn á auðum sjó. Lingard þar með búinn að skora í síðustu tveimur leikjum Manchester United eftir að hafa ekkert skorað allt tímabilið.

Varamaðurinn Anthony Martial tryggði svo sigur heimamanna með marki á 88. mínútu. Lokatölur 2-1 og United vann einvígið þar með 7-1. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær mæta svo Ragnari Sigurðssyni og samherjum hans í FC Kaupmannahöfn í 8-liða úrslitum.

Þá vann Inter Milan góðan 2-0 sigur á Getafe frá Spáni en Romelu Lukaku og Christian Eriksen skoruðu mörkin sem komu Inter áfram í 8-liða úrslit. Var þetta eini leikur einvígisins en fyrri leiknum var frestað vegna kórónufaraldursins.

Lukaku kom Inter yfir með marki úr þröngu færi í fyrri hálfleik. Var Lukaku þar með að skora í áttunda leiknum í röð í Evrópudeildinni.

Í síðari hálfleik brenndi fyrirliði Getafe, Jorge Molina, af vítaspyrnu áður en Christian Eriksen skoraði af stuttu færi og tryggði sæti Inter í 8-liða úrslitum.

Football news:

Valery Karpin: Rostov, having scored a goal, got hooked psychologically, stopped pressing. In the End, there were no forces
Glebov received a red card for a foul on a Maccabi player in midfield. Var on match no
Aaron Ramsay: Under Pirlo, Juve players have more fun
Aubameyang on the decision to stay at Arsenal: Arteta is a key factor. He said: You can create a legacy here
You will get high from Rostov's goal as from your favorite song. Shomurodov from the fly in touch closed a crazy pass Normann 40 meters
Valery Karpin: Maccabi is a playing, pressing team. It is very dangerous to let her do everything
Barcelona will make one last attempt to sign Lautaro