Iceland

Arsenal sló Bournemouth út

Bournemouth 1-2 Arsenal
0-1 Bukayo Saka
0-2 Eddie Nketiah
1-2 Sam Surridge

Arsenal er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir nokkuð þægilegan leik í kvöld.

Arsenal spilaði gegn Bournemouth á útivelli en leikurinn sjálfur var engin frábær skemmtun.

Bukayo Saka og Eddie Nketiah komust báðir á blað fyrir Arsenal sem hafði betur 2-1.

Arsenal var lengi með stjórn á leiknum en í uppbótartíma þá lagaði Sam Surridge metin fyrir heimamenn.

Enski boltinn á 433 er í boði