Iceland

Bikinímynd J-Lo kemur af stað trendi meðal mæðra: „Ef J-Lo getur þetta, þá get ég það líka!“

Í síðustu viku komst söngkonan Jennifer Lopez í fréttirnar eftir að hún deildi bikinímynd af sér á Instagram. J-Lo deilir mjög sjaldan mynd af sér í bikiní og vakti hún mikla athygli.

Sjá einnig: Sjaldséð bikinímynd Jennifer Lopez vekur athygli

Svo mikla að hún hefur komið af stað trendi á samfélagsmiðlum sem kallast #jlochallange. Áskorunin snýst um að mæður deila bikinímynd af sér, sama hversu gamlar þær eru eða hversu mörg börn þær eiga. Þær hugsa að ef söngkonan er svona örugg, þá geti þær það líka.

„Ef J-Lo getur þetta, þá get ég það líka,“ er þema áskorunarinnar. Mæðurnar eru stoltar af líkama sínum og þess sem hann hefur gefið þeim.

Trendið nýtur líka vinsælda á Twitter.