Iceland

Björguðu hundi úr brennandi bíl

Eldur kom upp í kyrrstæðum bíl í Ögurhvarfi um níuleytið í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að hundur var í aftursæti bílsins og var honum bjargað úr bílnum. Um svipað leyti kom eigandi bílsins að. Hundurinn slapp ómeiddur. 

Vel gekk að slökkva eldinn sem kom upp í vélarrými bílsins. Eldurinn hafði ekki náð inn í bílinn en töluverð reykjarslæða var í farþegarými bílsins að sögn varðstjóra.

mbl.is