Iceland

Ekkert pláss fyrir Bale og Rodriguez í Meistaradeildarhóp Real

Spænska stórveldið Real Madrid hefur gefið út hvaða 24 leikmenn muni ferðast með liðinu til Portúgal þar sem það mætir Manchester City í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Walesverjinn Gareth Bale og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez eru ekki þar á meðal.

Svo virðist sem dagar Bale séu taldir en mikið hefur verið fjallað um stirt samband hans og Zinedine Zidane, þjálfara liðsins. Bale hefur aðeins leikið 20 leiki á tímabilinu, verið í eilífum vandræðum með meiðsli og þá hefur mikið verið fjallað um áhugaleysi hans. Svo virðist sem Bale hafi meiri áhuga á að spila golf heldur en fótbolta.

Það hefur reynst Real þrautin þyngri að losa sig við Bale en hann er talinn vera einn launahæsti leikmaður heims. Nú er hins vegar nær öruggt að Real muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma honum frá félaginu. Zidane hefur neglt síðasta naglann í kistu Bale með því að velja hann ekki í 24 manna leikmannahóp liðsins sem fer til Portúgal.

James Rodriguez er annað stórt nafn sem er ekki í hópnum en hann er einnig talinn á förum frá félaginu í sumar. Mögulega til erkifjendanna í Atletico madrid. Eftir að hafa verið á láni hjá þýska liðinu Bayern Munich frá 2017 til 2019 spilaði Kólumbíumaðurinn aðeins 14 leiki með Real í öllum keppnum í vetur.

Eina nafnið sem vekur athygli að vanti í 24 manna hóp Real er Mariano Díaz en hann á þó að öllum líkindum enn framtíð fyrir sér hjá félaginu. Hann greindist hins vegar með Covid-19 á dögunum og fer því ekki með liðinu til Portúgal.

Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en síðari leikur liðanna fer fram á föstudaginn kemur klukkan 19:00.

Football news:

Ronald Koeman: It's normal for Messi to be sad about a friend leaving. Leo is a model for everyone in training
Brighton are the kings of bad luck. Set a Premier League record on bars (5 times per match!), lost to Manchester United due to a penalty after the final whistle
Solskjaer on 3-2 with Brighton: Manchester United deserved one point, no more. Good thing there is no Mourinho to measure the goal
Brighton coach on 2:3 with Manchester United: Sometimes life is unfair. We dominated
The referee blew the final whistle, but after VAR awarded a penalty in favor of Manchester United. Bruno scored in the 99th minute after Brighton's goal in the 95th
Koeman on Suarez's departure: I'm not the villain in this movie. This is the club's decision
Maguire scored the 2nd goal for Manchester United in the Premier League and the first since February