Iceland

Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar

Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið.

Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna.

Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar.

Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar.

Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum.

Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum.

Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð.

Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni.

Football news:

Tiago said goodbye to Bayern: This is the most difficult decision of my career. I need new challenges
Bale and Regilon will fly to London today to complete transfers to Tottenham
We have found a club in the Bundesliga that will prevent Bayern from becoming Champions. More precisely, it was put together by the Players from Dortmund and Leipzig, the management from Gladbach, the sponsor from Hertha
Bruno is the best player of the season at Manchester United according to the fans. It came in January
The team with the sponsor sperm Accelerator played in the Europa League. And this is just one of the 15 logos on the t-shirt
Pochettino on the words about Barca and the farm: I spoke with irony and probably went too far. What is said is said
Mauricio Pochettino: To lead Real Madrid is my dream. I was contacted by Benfica and Monaco