Iceland

Gló­dís skoraði sigur­markið í endur­komu Elísa­betar

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag.

Sigurmarkið skoraði Glódís á 43. mínútu en Rosengård hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0. Glódís Perla lék að sjálfsögðu allan leikinn í vörn liðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir var mætt aftur á hliðarlínuna eftir veikindaleyfi en Kristianstads er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðari hálfleikinn.

Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu er Djurgården gerði 1-1 jafntefli við Umea á heimavelli. Fyrsta stig Djurgården í ár.

Það var lítil bikarþynnka í Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í SönderjyskE sem gerðu 1-1 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrr í vikunni urðu Eggert og félagar bikarmeistarar en Eggert spilaði allan leikinn í dag. SönderjyskE er fjórum stigum frá umspilssæti um fall.

Football news:

Liverpool can buy Norwich defender Lewis for 10 million pounds as a competitor for Robertson
The Europa League returns today. We remember where everything stopped
Christian Falk: A third-party agent is working on Sancho's transition. Manchester United can claim that they are not negotiating
Ferran Torres: I Don't think Real Madrid will pass Manchester City in the Champions League
Manchester City will receive 15 million pounds after the transfer of Sancho to Manchester United
Buffon-Casillas: without you, everything would be less important
Ake arrived in Manchester to undergo a medical for city. He will be bought for 39 million pounds