Iceland

Götze yfirgefur Dortmund í sumar

Þýski miðjumaðurinn Mario Götze mun yfirgefa þýska stórliðið Borussia Dortmund í sumar eftir mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð.

Götze er 27 ára gamall og sló fyrst í gegn hjá Dortmund leiktíðina 2010/2011 þegar hann hjálpaði liðinu að verða þýskur meistari. Hann vann deildina aftur með Dortmund ári síðar en færði sig svo um set til Bayern Munchen þar sem hann varð þýskur meistari í þrígang.

Hann missti hinsvegar sæti sitt í byrjunarliði Bæjara og gekk aftur í raðir Dortmund árið 2016. Hann hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Dortmund síðan og Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu segir að sameiginleg ákvörðun hafi náðst vegna framtíðar kappans.

„Mario mun yfirgefa okkur í sumar. Þessi ákvörðun er sameiginleg og tekin af mikilli virðingu. Hann er frábær maður,“ segir Zorc.

Götze á 63 landsleiki fyrir Þjóðverja og náði hátindi ferils síns þegar hann tryggði þýska landsliðinu Heimsmeistaratitilinn 2014.

Football news:

Messi is still training individually
Matteis de Ligt: Ronaldo is the best player of his generation and a role model
Van der Vaart on Real Madrid: Even if you are Raul or Ronaldo – if you haven't scored in two matches, they want to sell you already!
Koke: Atletico should be declared the winner of the Champions League if the season is not finished. We beat out the champion
Hakimi will return to Real Madrid and extend his contract until 2025
Roma want to extend Smalling's loan for a year with a 14 million Euro buyout commitment
The transfer window in France will open on June 8