Iceland

Kári, Halldór og Sölvi sáu rautt í tapi Víkinga – Allt vitlaust á KR-velli

KR 2-0 Víkingur R.
1-0 Kristján Flóki Finnbogason (61′)
2-0 Pablo Punyed (88′)

KR vann Víking Reykjavík í kvöld í svakalegum leik í úrvalsdeild karla þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.

Ballið byrjaði á 25. mínútu er Kári Árnason fékk beint rautt spjald fyrir brot og Víkingar manni færri.

Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skoraði opnunarmarkið.

Á 78. mínútu fékk Sölvi Geir Ottesen beint rautt spjald en hann virtist fara með olnbogann í andlit leikmanns KR og lyfti Helgi Mikael upp rauða spjaldinu.

Ekki löngu seinna fékk annar hafsent, Halldór Smári Sigurðsson, beint rautt spjald fyrir groddaralegt brot á Kennie Chopart.

Pablo Punyed skoraði svo annað mark KR á 88. mínútu og úrslitin 2-0. Víkingar kláruðu leikinn með átta menn á vellinum.

Football news:

Spartak is going to withdraw from the RPL because of the refereeing – your reaction?
There are 2 cases of coronavirus in Atletico. The match with Leipzig – August 13
Renzo Ulivieri: Pirlo is one of the most profound thinkers of world football. He knows more than most coaches
Pirlo wants to sign Tonali at Juve. Alternative – Locatelli
Before the match with Real Madrid, sterling watched a video of the defeat by Tottenham in the 2018/19 Champions League
Andrea Pirlo: I am Flattered to have received such respect and trust from Juventus
Former Manchester United midfielder angel Gomez has moved to Lille. He will spend the season on loan in Boavista