Iceland

Klopp: Vandræðin munu koma

Klopp var í stuði á Wembley í gær.
Klopp var í stuði á Wembley í gær. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er með báðar fæturnar á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun sinna manna en Liverpool er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

„Við höfum unnið nokkra leiki og það er gott, mjög got, en það breytir engu,” sagði Klopp eftir sigurinn góða á Tottenham á Wembley í gær, 2-1.

„Við vorum mjög góðir gegn Tottenham og ég er ánægður með hópinn en við lentum einnig í vandræðum í leiknum svo það verða vandræði á þessu tímabili.”

„Hvernig við munum ráða við þessi vandamál á þessu tímabili veit ég ekki. Ég er ekki manneskja sem bíður eftir mistökum en ég er nógu gamall til að vita að þau munu koma.”

„Ég hef verið það lengi í þessum bransa að ég veit að enginn spilar fullkomið tímabil. Ekki einu sinni City á síðasta tímabili spilaði fullkomið tímabil,” sagði Þjóðverjinn.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira

Football news:

Kike Setien: Barcelona didn't play a great match. Espanyol played well in defense
Andujar Oliver on deletions: Fati went too far in the foot, and the foul on the Peak was even more dangerous, perhaps
Atalanta extended the winning streak to 11 matches, beating Sampdoria-2:0
Milner played his 536th game in the Premier League and was ranked in the top 5 of the League in games played
Barca midfielder Fati is removed in the Derby with Espanyol. He spent 5 minutes on the field
Suarez scored 195 goals for Barcelona and finished third in the club's top scorer list
Daniele de Rossi: People call Messi cowardly, but they are afraid to ask their wives for a remote control from the TV