Iceland

Kristinn snýr aftur heim

Kiddi er kominn aftur heim í Hauka.
Kiddi er kominn aftur heim í Hauka. vísir/vilhelm

Kristinn Marinósson er farinn aftur heim og leikur með uppeldisfélaginu, Haukum, í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Karfan greinir frá.

Kristinn hefur leikið síðustu tvö tímabil með ÍR en í vetur var hann með tæp sjö stig og þrjú fráköst að meðaltali í leik.

Hann var þó meiddur fyrri hluta tímabilsins en í samtali við Karfan.is er hann ánægður með að vera kominn heim.

„Virkilega spenntur að vera kominn í rautt aftur. Ég skoðaði nokkra möguleika en flottur leikmannahópur sem ég þekki vel, frábær aðstaða og umgjörð og að sjálfsögðu mínir menn í Maníunni vógu þungt í minni ákvörðun,” sagði Kristinn.

Finnur Atli Magnússon mun ekki leika með Haukum á næstu leiktíð og Hilmar Pétursson er farinn í Breiðablik. Hilmar Smári Henningsson er snúinn aftur heim í Hauka frá Þór Akureyri.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira

Football news:

10 years of Suarez's great save: hand saved Uruguay at the 2010 world Cup
Sane signed a contract with Bayern until 2025 (Fabrizio Romano)
Thorgan Hazard will be number 10 for Borussia next season
Simeone on Griezmann's playing time: at Atletico, 3 minutes is very important. We lost the Champions League final like that
Griezmann looks like a parody of himself. Ex-coach of Sociedad about Antoine in Barca
Hakimi spent the super season in Dortmund, belonged to Real Madrid, and ended up at Inter
Undress and have dinner with us. Karembeu about how the players of Real Madrid joked Casillas