Iceland

Manchester United - Bournemouth 5:2 - Leicester skorar

Manchester United tekur á móti Bournemouth klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni og Leicester fær Crystal Palace í heimsókn. Fylgst er með því helsta sem gerist í leikjunum hér á mbl.is, endurhlaðið þessa frétt til að sjá nýjustu færslurnar.

59.

54. 4:2 á Old Trafford. Mason Greenwood skorar sitt annað mark fyrir United í dag. Þá er þessi piltur kominn með 15 mörk á tímabilinu.

49. 3:2 á Old Trafford. Joshua King skorar fyrir Bournemouth gegn Manchester United úr vítaspyrnu eftir að Eric Bailly handlék boltann í vítateignum.

48. 1:0 á King Power. Kelechi Ihenacho skorar fyrir Leicester gegn Palace, 1:0, eftir sendingu frá Youri Tielemans.

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Old Trafford og King Power.

45. 3:1 á Old Trafford. Anthony Martial skorar þriðja mark United. Þetta er líka hans 20. mark á þessu tímabili. Glæsilegt skot, skrúfar boltann upp í hægra markhornið.. Kominn hálfleikur.

35. 2:1 á Old Trafford. Marcus Rashford skorar úr vítaspyrnu eftir að Adam Smith fékk  boltann í hönd. Þetta er 20. markið sem Rashford skorar á tímabilinu.

29. 1:1 á Old Trafford. Mason Greenwood jafnar fyrir Manchester United með föstu skoti eftir sendingu frá Bruno Fernandes.

16. 0:1 - Bournemouth kemst yfir á Old Trafford. Junior Stanislas skorar sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar hann leikur laglega á Harry Maguire og sendir boltann á nærstöngina hjá David de Gea. Þetta er fyrsta markið sem United fær á sig á heimavelli síðan í janúar.

1. Leikirnir eru hafnir.

Manchester United og Leicester eru í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu. Leicester er þar með betri stöðu í 3. sæti með 55 stig en United er komið með 52 stig í 5. sæti. Crystal Palace siglir lygnan sjó í 12. sæti með 42 stig en Bournemouth er í gríðarlega harðri fallbaráttu með 27 stig í næstneðsta sætinu.

Lið Manchester United og Bournemouth:

 Lið Leicester og Crystal Palace:

mbl.is

Football news:

CSKA is ready to offer 7 million euros for defender Fuchs. Internacional wants 10 million^. CSKA intends to acquire the Central defender of Internacional Bruno Fuchs, who is also claimed by Monaco and Lille
Goretska Pro 8:2 with Barca: This is only the first of three steps
Matteus on the defeat of Barca: it is Painful to see what happened to the team that inspired us for so many years
Bartomeu met with Pochettino this week. He could replace Sethien at Barca
Salihamijic Pro 8:2 with Barca: Bayern are very happy, but they want more
Recently, Mueller did not want to renew his contract with Bayern. Now he's turning the football around
The baby may get angry and leave. Luis Suarez Miramontes about Messi