Iceland

Pulsan fræga er lögð á stað til Íslands

Hitatjaldið og allt sem því tilheyrði er hér komið inn í gám frá Eimskip.
Hitatjaldið og allt sem því tilheyrði er hér komið inn í gám frá Eimskip. Mynd/Twitter/Sports & Stadia

Hitatjaldið sem á að verja Laugardalsvöllinn fyrir Vetri konungi er komið í skip og á leið til Íslands.

Það snjóar mikið á Laugardalsvöllinn í dag nú þegar aðeins 28 dagar eru í að Ísland tekur þar á móti Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020.

Knattspyrnusamband Íslands lét vita af því á samfélagsmiðlum sínum að hitatjaldið, sem er jafnan kallað pulsan í daglegu máli, hafi lagt af stað til Íslands í gær.


KSÍ birti þá tíst frá Sports & Stadia um að allt dótið væri komið inn í gám og lagt af stað til Íslands.

Fjórir starfsmenn Sports & Stadia munu síðan fljúga til Íslands í næstu viku en það verður í þeirra höndum að setja upp pulsuna og vakta hana fram að leiknum.

Pulsan heldur hita á vellinum og hjálpar grasinu að verða tilbúið fyrir leikinn en það er jafnframt laus að hún má ekki við því að lenda í vondu veðri enda tekur hún auðveldlega vind.


Tengdar fréttir

Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Mest lesið


Fleiri fréttir

Sjá meira