Iceland

Sá besti í ensku úrvalsdeildinni skoraði 80 prósent marka sinna á tímabilinu í júlí

Michail Antonio var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í júlímánuði og sá fyrsti í sögunni til að vera kosinn bestur í júlí.

Michail Antonio fór á kostum með West Ham í júlí og skoraði átta mörk í sjö leikjum í mánuðinum. Það skilaði honum verðlaunum sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í lokamánuði tímabilsins.

Michail Antonio skoraði bara tvö mörk í fyrstu sautján deildarleikjum sínum á tímabilinu og var því með áttatíu prósent marka sinna á tímabilinu í júlí.

Michail Antonio skoraði eitt mark á móti Chelsea, Newcastle, Watford og Manchester United en var síðan með fernu í 4-0 sigri West Ham á Norwich.

Michail Antonio lagði líka upp eitt mark og kom því að níu mörkum West Ham sem tapaði aðeins einum leik allan mánuðinn.

Aðrir sem komu til greina sem leikmaður mánaðarins voru þeir Olivier Giroud, Harry Kane, Anthony Martial, Nick Pope, Christian Pulisic og Raheem Sterling.

Ralph Hasenhuttl, knattspyrnustjóri Southampton, var valinn besti stjóri júlímánaðar og varð um leið sá fyrsti frá Austurríki til að hljóta þau verðlaun.

Southampton liðið tapaði ekki leik í mánuðinum og vann meðal annars 1-0 sigur á Manchester City.

Hinn 52 ára gamli Ralph Hasenhuttl fékk mesta samkeppni um hnossið frá þeim Pep Guardiola, Jose Mourinho, David Moyes og Ole Gunnar Solskjaer.

Kevin De Bruyne hjá Manchester City skoraði síðan fallegasta mark mánaðarins en það kom í leik á móti Norwich.

Leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni:

Stjórar mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni:

Football news:

At the 1950 world Cup, Amateurs from the United States beat England. The coach of the Americans compared their players to sheep, and the author of the winning goal went missing
Dan Henderson made his debut for Manchester United at the age of 23. He made 141 appearances on loan
Shaka Hyslop: Many black players do not see the point in coaching courses, believing that they will not be called for an Interview
Barcelona have offered Norwich 5 million pounds for the loan of Aarons
Should, should not, but he will pass. It seems that Suarez dishonestly passed the EU passport exam-the scheme was revealed through wiretapping
Le Gras about Benzema: an Exemplary, wonderful player. Not sure if Deschamps will call him up again
Bale's agent: Real Madrid should kiss the floor Gareth walks on for what he has achieved at the club