Iceland

Umfjöllun: Fjölnir - Valur 0-2 | Valur tveimur stigum frá toppnum

Valsmenn eru að rétta úr kútnum.
Valsmenn eru að rétta úr kútnum. vísir/pjetur

Valur vann sannfærandi sigur á Fjölni í sjöundu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Vals á Extra vellinum síðan árið 2008.

Heimamenn voru sterkari í upphafi og áttu Íslandsmeistararnir varla færi í leiknum þar til á 20. mínútu þegar Patrick Pedersen setti boltann framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Eftir markið var eins og allur kraftur færi úr liði Fjölnis og Valsmenn komust betur inn í leikinn.

Í seinni hálfleik áttu Fjölnismenn erfitt með að tengja fleiri en tvær sendingar saman á milli manna og Valur réði lögum og lofum inni á vellinum. Snemma í seinni hálfleik átti Guðmundur Karl Guðmundsson glórulaust innkast beint á Patrick Pedersen. Hann sendi boltann inn á Kristinn Frey Sigurðsson sem snéri boltann glæsilega í markið upp við fjærstöngina.

Undir lok leiksins náðu Fjölnismenn aðeins að sækja en þeir virkuðu aldrei líklegir til þess að ná að koma til baka og Valur vann fyllilega verðskuldaðan 2-0 sigur.

Afhverju vann Valur?


Íslandsmeistararnir voru miklu sterkari bróðurpart leiksins. Þrátt fyrir að hafa gengið nokkuð brösulega í upphafi móts hurfu gæði Valsliðsins ekki og í kvöld sýndu þeir að þetta er meistaralið.

Þá hjálpaði til að Fjölnisliðið átti slæman dag í dag. Almarr Ormarsson sem hefur verið frábær undanfarið sást varla í leiknum. Tóninn var í raun settur í upphafi þegar Birnir Snær Ingason, sem skilar oftast frábærum sendingum, átti þrjár ferlegar hornspyrnur í upphafi leiks.

Hverjir stóðu upp úr?


Daninn Patrick Pedersen var maður þessa leiks. Hann skoraði flott mark sem breytti leiknum, alltaf þegar hann fékk boltann inni í teig var hann hinn rólegasti og hann steig varla feilspor. Þá var Kristinn Freyr Sigurðsson mjög sprækur þegar hann var inni á vellinum.

Í liði Fjölnis var enginn sem átti neitt sérstakan leik. Þórður Ingason varði nokkrum sinnum ágætlega en hann bauð ekki upp á neina framúrskarandi frammistöðu.

Hvað gekk illa?


Í seinni hálfleik gekk flest allt spil illa hjá Fjölni. Þeir náðu ekki að skapa sér nein færi fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins og litu alls ekki vel út.

Hvað gerist næst?


Valur tekur á móti KA á laugardaginn á Hlíðarenda. Stjarnan fer í Garðabæinn næstkomandi sunnudag og mætir heimamönnum í Stjörnunni.

Football news:

Pep Guardiola: Sancho has decided to leave, why should he come back? He didn't want to be in the city
Arteta on the absence Gendusa in the application: Some things should change, but they don't
Klopp on the championship corridor from city: I don't need it. We don't celebrate events from a week ago
Inter will announce the transfer of Hakimi after the end of the season
Zidane on Hames' words about Real Madrid: I understand him. He wants to play more, which is normal
The environment of Grisman outraged by the behavior of leopards. They believe that Messi can change the situation
CEO akhmata about Glushakov: We are happy with it. We will discuss the future at the end of the season