Iceland

Umfjöllun: Grindavík - Fylkir 2-1 | Grindavík í toppsætið

Grindvíkingar hafa byrjað mótið frábærlega.
Grindvíkingar hafa byrjað mótið frábærlega. vísir/daníel

Grindavík vann karaktersigur á Fylkismönnum á heimavelli sínum í kvöld. Fylkismenn komust yfir á 5.mínútu en Grindavík tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoraði þá tvö mörk. Will Daniels skoraði sigurmarkið á 88.mínútu en Björn Berg Bryde hafði áður jafnað úr víti.

Leikurinn var ekki gamall þegar Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fylkismenn. Hann fékk boltann frá Ragnari Braga Sveinssyni sem hafði sloppið í gegn og vörn Grindavíkur var sofandi og náði ekki að verjast markinu.

Fylkismenn voru þéttir fyrir eftir markið og heimamenn áttu í vandræðum með að brjóta varnarmúr þeirra á bak aftur. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og Aron Snær Friðriksson varði það sem á markið kom.

Í síðari hálfleik tóku svo Grindvíkingar yfir. Þeir voru mikið sterkari og sóttu linnulaust í upphafi. Fylkismenn fengu reyndar ágætis tækifæri úr sínum skyndisóknum og bæði Ragnar Bragi Sveinsson og Hákon Ingi fóru illa með fín færi í hálfleiknum.

Á 63.mínútu fengu heimamenn síðan heldur ódýra vítaspyrnu eftir að Aron Jóhannsson féll þegar hann reyndi skot að marki. Björn Berg Bryde steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Áfram héldu heimamenn að sækja og sóknarþunginn bar árangur undir lokin. Will Daniels, sem hafði komið inn sem varamaður, átti þá skot sem fór í gegnum þvögu leikmanna í teignum og endaði í fjærhorninu.

Fylkismenn voru nálægt því að jafna alveg í blálokin en heimamönnum tókst að bjarga og fögnuðu sigrinum vel í lokin enda toppsætið staðreynd.

Af hverju vann Grindavík?Þeir pressuðu Fylkismenn mikið í seinni hálfleiknum og náðu tveimur mörkum. Fylkismenn nýttu ekki þau góðu færi sem þeir fengu og það er dýrt í leik eins og þessum.

Fylkismenn lokuðu vel á sóknaraðgerðir heimamanna í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari voru Grindvíkingar miklu beinskeyttari og Aron Snær þurfti oft að hafa fyrir hlutunum í marki Fylkis.

Grindvíkingar voru þó heppnir því færin sem fóru í súginn hjá gestunum voru góð.

Þessir stóðu upp úr:Aron Snær var góður í marki Fylkis sem og Kristijan Jajalo í marki heimamanna. Sító ógnaði ágætlega í framlínu heimamanna og þá var Jón Ingason öflugur í vörninni.

Hjá Fylki var Hákon Ingi Jónsson frískur í framlínunni en hefði vissulega átt að nýta færin sín betur.

Hvað gekk illa?

Mönnum gekk afar illa að halda sér á fótum í leiknum og oft á tíðum lágu þeir í grasinu. Mark Fylkis kom eftir að einn leikmaður heimamanna rann og skildi eftir opið svæði í vörninni og meira að segja Þóroddur dómari flaug á hausinn.

Hvað gerist næst?

Grindavík er komið á toppinn og fær annan heimaleik á laugardaginn þegar þeir taka á móti Breiðablik. Fylkir heldur áfram með Suðurnesjaþemað og tekur á móti Keflavík í Egilshöll.


Football news:

Mourinho on Tottenham: We will fight until the end to reach the Europa League
Dzeko scored 15 goals in Serie A with his head. Over the past 5 years, only Pavoletti and Zapata have more
Sarri on 3:3 with Sassuolo: there Were moments of passivity that are difficult to explain
Arteta about 2:1 with Liverpool: the Gap between the teams is huge for today
Jurgen Klopp: Arsenal didn't have any real chances. We played brilliantly, but two episodes killed the game
Van Dijk Pro 1:2 with Arsenal: Liverpool got what they deserved. We gave them goals
💯 . Manchester City joked that Liverpool will not be able to break the city's record for points in a season. The tweet was later deleted