logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo
star Bookmark: Tag Tag Tag Tag Tag
Iceland

„Verðum bara að vona það besta“

„Það verður fárviðri í Vestmannaeyjum. Því miður eru einhverjar líkur á tjóni þar. Vestamanneyingar fá mesta vindinn. Þeir fá þetta beint í fangið,“ segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Í Eyjum er spáð allt að 37 metrum á sekúndu í hviðum. 

Appelsínugul viðvörun er í gildi um allt land. Fyrirséð er að samgöngur munu fara úr skorðum og rafmagnslaust gæti orðið á landinu. Íbúar eru hvattir til að huga að lausum munum til að forðast foktjón.   

Í Vestmannaeyjum er sem fyrr segir búist við „ansi slæmum hvelli“. Þar fer vindurinn vaxandi þegar líður á daginn og verður alveg fram undir hádegi á morgun. Reiknað er með að veðrið nái hámarki um klukkan 3-5 í nótt í Vestmannaeyjum. Lögreglan í Eyjum bendir fólki á veðurspána. 

Vont veður verður á höfuðborgarsvæðinu fram undir hádegi á morgun. Reikna má með að veðrið verði misvont á höfuðborgarsvæðinu því fjöll í kring gætu veitt eitthvert skjól í þessari nánast hreinu austanátt. Veðrið verður verst í efri byggðum, t.d. í efra-Breiðholti, á Norðlingaholti, í Mosfellsbæ. Veðrið verður einnig slæmt á þeim svæðum sem standa norðarlega eins og við Sundahöfn, á Laugarnes, á Kleppsvegi, við Ánanaust og á Seltjarnarnesi svo dæmi séu tekin. Veðrið gæti verið skárra í vestur- og austurbænum í byggðinni vestan Kringlumýrarbrautar og í hlíðunum.   

Ísing yfirvofandi

Hætta er á ísingu á rafmagnslínum á Austfjörðum, að sögn Þorsteins. Búist er við ísingu og seltu sem leggst á rafmagnslínur og spennuvirki. Áhrifin gætu orðið sambærileg og urðu um miðjan desember á Norðurlandi. Landsvirkjun hefur þegar lýst yfir óvissustigi og varar við rafmagnstruflunum. 

„Maður veit ekki heldur hvernig hafnarmannvirki á Suðurlandi standast þessa áraun,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þau sem ekki mörg en eru í Þorlákshöfn, í Grindavík, Höfn í Hornafirði og á Bakka í Landeyjum. 

Hætta er á að bílar og gámar muni færast til, slíkur verður krafturinn. „Allir viðbragðsaðilar eru viðbúnir og björgunarsveitir fá eflaust eitthvað að gera,“ segir Þorsteinn og bætir við „við verðum bara að vona það besta. Það er það eina sem við getum gert.“  

mbl.is
Themes
ICO