Iceland

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins um kórónuveirufaraldurinn. Byggir Þórólfur þetta mat sitt á því að Íslensk erfðagreining hefur skimað af handahófi um 4.000 manns frá því rétt fyrir síðustu mánaðamót og aðeins þrír hafa reynst smitaðir.

Á hinn bóginn hafa flest smit undanfarið verið úr annarri af tveimur hópsýkingum sem hér urðu fyrir skömmu og ekki hefur tekist að rekja þau smit öll. Bendir staða þessa máls til þess að smit úr þessari sýkingu séu að dreifast nokkuð um samfélagið.

Níu innanlandssmit greindust í gær. Af þeim var aðeins einn í sóttkví.

Virk smit á landinu eru nú 90. 750 eru í sóttkví. Enginn er lengur á sjúkrahúsi en sá maður sem undanfarið hefur legið á Landspítalanum með veikina er nú útskrifaður.

Í gær voru um 1.100 skimaðir á landamærum og greindist ekkert smit. Um 111.000 farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní og hafa 75.000. 27 hafa greinst með virk smit og 100 með gömul smit.

Football news:

Bayern could give Nübel a loan deal if Ulreich stays at the club
Former Italy striker Pazzini is Interested in Spezia. He is 36
Cherevchenko about Khimki: we will work both tactically and physically. Need to tighten up the team
Milan have agreed a transfer of the forward Bude-Glimt Hauge for 5 million euros. He scored them in the Europa League
Juventus offers Khedira 3 million euros for breaking the contract. The German demands 6 million
Tottenham are ready to sell Voigt for 10 million euros and increase the offer for Skrinjar to 45 million
Bellerin on 1:3 with Liverpool: Arsenal could have drawn or won