Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

100 manna röð í grenjandi rigningu

Icelandair, í samstarfi við Íslandsstofu, Bláa lónið, Icelandia, 66°Norður og Special Tours, stóð fyrir umfangsmikilli Íslandskynningu í Boston um liðna helgi. Viðburðurinn, sem stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, vakti mikla athygli helstu fjölmiðla á svæðinu sem fengu forsvarsmenn Icelandair og annarra samstarfsaðila í viðtöl.

Gísli Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, segir að viðburður sem þessi sé vel til þess fallinn að vekja athygli á áfangastaðnum Íslandi. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð og kynningin vel sótt þá daga sem hún stóð yfir. Boðið var upp á íslenskar veitingar og íslensk skemmtiatriði, sem náðu hápunkti þegar Kaleo tróð óvænt upp á laugardagskvöldinu. Þó það hafi ekki verið ætlunin var einnig boðið upp á íslenskt haustveður, en rigning og smá rok kom þó ekki í veg fyrir það að fjöldi manna sótti kynninguna.

Nánar er rætt við Gísla í sjónvarpsfrétt sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan.

mbl.is