Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Bomba í enskum blöðum í kvöld – United sagt reyna að fá De Gea til að koma aftur

Samkvæmt Neil Custis hjá The Sun er Manchester United að reyna að fá David de Gea aftur til félagsins. Hann var áður í tólf ár hjá félaginu.

Segir í frétt blaðsins sem birtist í kvöld að félagið vilji fá inn markvörð þar sem Andre Onana fer í Afríkukeppnina í janúar.

United keypti Onana frá Inter í sumar en þá var hann hættur að spila fyrir landslið Kamerún. Hann er hins vegar mættur aftur í landsliðið.

De Gea var hent út af Old Trafford í sumar af Erik ten Hag sem vildi kaupa Onana. Segir í fréttinni að félagið vilji fá hann aftur.

De Gea er án félags eftir að United lét hann fara en hann hefur mikið verið í borginni undanfarnar vikur.

Ef Kamerún gengur vel þá verður Onana í burtu í heilan mánuð og þá vill enska félagið ganga frá samningi við De Gea til skamms tíma.

Enski boltinn á 433 er í boði