Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Segir Haaland að undirbúa sig fyrir það að fá marbletti í kvöld

Manchester City mætir þá svissneska liðinu Young Boys á útivelli í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og ef það er eitthvað lið sem ætti að gefa honum tækifæri á því að enda þessa markaþurrð sína þá er það lið eins og ungu strákarnir frá Bern.

Haaland skoraði síðast í Meistaradeildinni í leik á móti Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í apríl í vor.

Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í síðustu fimm Meistaradeildarleikjum sínum þá er Haaland með 35 mörk í 32 leikjum á ferli sínum í keppninni.

„Ég tek þessu verkefni að dekka Haaland mjög alvarlega eins og alltaf þegar ég mæti góðum sóknarmönnum. Ég býst við því að hann endi með nokkra marbletti eftir leikinn,“ sagði Loris Benito, varnarmaður Young Boys, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Norska ríkisútvarpið segir frá.

Manchester City er að fara að spila á gervigrasi í þessum leik á móti Young Boys sem er ekki það besta fyrir liðið enda fram undan leikur á móti Liverpool í hádeginu á laugardaginn.

„Svona er þetta bara. Það væri betri ef þetta væri gras. 99 prósent af liðum í hæsta klassa spilað á grasi,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi.

Fylgst verður með leiknum eins og öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben. Hún hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2.