Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Aðgerðirnar hafi „óafturkræf áhrif“ á drengina

Hegla Vala Helgadóttir lögmaður gagnrýnir vinnubrögð sýslumanns við aðfarargerð á heimili Eddu Bjarkar Arnardóttur fyrr í kvöld. Segir hún aðgerðir af þessum skala geta valdi börnum óafturkræfu tjóni. Skorar hún á dómsmálaráðherra að breyta meðferðarreglum í slíkum málum.

Edda, sem nam syni sína brott frá Noregi í óþökk barnsföðurins á síðasta ári, var handtekin fyrr í dag ásamt stjúpföður drengjanna. Handtakan var hluti af aðfarargerð er varða syni hennar.

Eddu var þó sleppt um tveimur klukkustundum síðar eftir að synir hennar neituðu að fara og aðförinni því frestað. Um tuglögreglumanna á vegum sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu mætti á vettvang.

Helga Vala segist þekkja mikið til máls Eddu og hefur verið henni og lögfræðingi hennar til handar við og við. Hún fékk símtal um leið og aðgerðir sýslumanns hófust, en lögfræðingur Eddu er staddur erlendis.

Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingkona.

Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingkona. mbl.is/Eyþór

Lögreglumenn máttu ekki að vera einkennisklæddir

„Nú erum við að fylgjast með stríði úti í heimi, bæði Úkraínu og Palestínu og Ísrael. Rétt eins og þar þá er ekki allt leyfilegt í stríði, hvorki á milli ríkja né þegar stjórnvöld ganga í verkin,“ segir Helga Vala við mbl.is

„Ég undrast allan þennan viðbúnað sem var á staðnum. Það má ætla að það hafi óafturkræf áhrif á börn þegar fjöldi lögreglubíla kemur með blikkljósum inn í hverfi, með lögreglumenn í fullum skrúða, þar sem foreldrar eru handteknir á staðnum.“

Hún vitnar þá í  3. mgr. 45. gr. barnalaga þar sem segi að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við framkvæmd aðfarargerða er varða börn. En það voru lögreglumennirnir ekki.

Á að hlusta á vilja barnanna

Hún bendir þó á að í þessu tilviki hafi fulltrúi sýslumanns á endanum hlustað á drengina, sem hafa ítrekað lýst vilja sínum um að búa á Íslandi.

„Það er skýrt ákvæði í barnalögunum að eftir því sem aldur og þroski barna verður meiri verður meiri þá eigi að hlusta á vilja barna, nema aðstæður séu þess eðlis að það sé þeim beinlínis hættulegt lífi þeirra og velferð. Slíkar aðstæður eru ekki uppi í þessu máli, miðað við þau málsgögn sem ég hef kynnt mér.“

Dreng­irn­ir, tví­bur­ar á þrett­ánda ári og tíu ára bróðir þeirra, hafa all­ir greint skýrt frá því í sam­töl­um við dóm­kvadd­an mats­mann að þeir vilji búa hjá móður sinni á Íslandi og kom það fram í mati sál­fræðings fyr­ir dómi að það gæti valdið drengj­un­um van­líðan og kvíða að vera færðir aft­ur til föður síns.

Skorar á dómsmálaráðherra

„Ég skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fara strax í það aðkallandi verkefni að breyta málsmeðferðarreglum í þessum málum og tryggja að þetta gerist ekki með þessum hætti. Þetta er of oft að gerast með þessum hætti,“ segir Helga, sem bætir við þarna sé verið að valda börnunum miklu tjóni með aðferðinni sem beitt er.

„Það er algjört grundvallaratriði þegar lögreglumenn eru að störfum, og þegar sýslumaður er að störfum, að það sé gætt meðalhófs,“ bætir hún við.

„Vissulega þarf að vera til úrræði til að færa börn til réttmæts aðila, það vitum við, en það er ekki alveg sama hvernig það er gert. Það er ekki allt leyfilegt í stríði – ekki leyfilegt að valda meira tjóni en þurfa þykir.“

mbl.is