Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Afkoma Hafnarfjarðarbæjar betri en var vænst

Veltufé frá rekstri nam 1.315 milljónum króna í lok júní að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum og heildareignir bæjarsamstæðunnar, þar sem öll fyrirtæki Hafnarfjarðarbæjar eru tekin með, námu 86,1 milljörðum króna í lok júnímánaðar. Skuldir og skuldbindingar namu 58,4 milljörðum. Eigið fé var 27,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall samstæðunnar 32,2%. 

Rekstrarniðurstaða samstæðu Hafnarfjarðarbæjar var neikvæð um 499 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 707 milljón króna neikvæðri niðurstöðu og afkoman þannig mun betri en ráðgert var. 

Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, í tilkynnginu bæjarins að rekstrarafkoman sé ásættanleg í núverandi efnahagsumhverfi verðbólgu og hárra vaxta.

„Afkoman er í raun umtalsvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú kemur sér vel að lögð hefur verið áhersla á aðhald í rekstri og lækkun skuldahlutfalla undanfarin ár. Á næstu misseru bíða sveitarfélaganna miklar rekstraráskoarnir til að standa undir lögbundinni þjónustu,“ segir Rósa. 

„Við gerð fjárhagsáætlunar komandi árs munum við áfram leggja áherslu á gætni í útgjöldum og rekstri Hafnarfjarðarbæjar en gæta þess um leið að tryggja íbúum trausta þjónustu.“