Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Gátu loksins komið sér saman um þing­for­seta

Eins og fram hefur komið var Kevin Mc­­Cart­hy vikið úr em­bætti þing­­for­­seta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þing­­menn Demó­krata­­flokksins greiddu at­­kvæði með van­­trausts­til­lögu gegn honum. Þing­­mennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði for­­seti í upp­­hafi kjör­­tíma­bilsins.

Þá upp­hófst nokkurra vikna þref á milli ó­líkra fylkinga innan flokksins um val á nýjum þing­for­seta. Áður höfðu Repúblikanar til­nefnt Ste­ve Scalise, Jim Jordan og síðast Tim Em­mer. Enginn þeirra hlaut hins vegar náð fyrir augum Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta, og hörðustu stuðnings­manna hans innan flokksins.

Mike John­son var til­nefndur í gær af þing­mönnum flokksins. Hann hlaut á endanum 220 at­kvæði en 217 þarf til þess að verða þing­for­seti. Ó­líkt Em­mer sem hafnað var í gær studdi John­son til­raunir Trump til þess að snúa úr­slitum for­seta­kosninga 2020.

<a href="https://www.youtube.com/watch?v=bawsPuu2rb8">watch on YouTube</a>