Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Allt að átján stiga hiti í dag

Reikna má með að norðlæg átt ráði ríkjum í dag. Það þýðir svalt veður fyrr norðan með rigningu eða súld. Sunnan heiða verður hins vegar víða bjart með köflum, hiti upp í átján stig.

Útlit er þó fyrir skýjað veður og vætu austur af Öræfum og líkur á stöku síðdegisskúr á Suðurlandi.

Á morgun, sjómannadag, stefnir í hægan vind víðast hvar og dregur úr vætunni um allt land. Úrkomulítið eftir hádegi, en áfram útlit fyrir stöku síðdegisskúr á Suðurlandi.

Staðan á hádegi.Veðurstofan

Það byrjar að rigna suðvestantil seint annað kvöld, en framundan er vætusöm vika um sunnanvert landið, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 3-10 m/s og víða rigning eða súld um landið norðan- og austanvert, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku síðdegisskúr syðst. Þykknar upp með lítilsháttar vætu suðvestanlands undir kvöld. Hiti 5 til 10 stig fyrir norðan, en upp í 18 stig sunnantil að deginum.

Breytileg átt 3-8 m/s á morgun og úrkomulítið eftir hádegi. Byrjar að rigna suðvestantil seint annað kvöld. Hiti breytist lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (sjómannadagurinn):

Norðlæg átt 3-10 m/s um landið norðanvert, rigning eða súld og hiti 4 til 9 stig. Vestlæg átt 3-10 sunnantil, en strekkingur syðst. Víða skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 11 til 18 stig. Úrkomulítið um allt land undir kvöld.

Á mánudag:

Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og rigning, en skýjað og þurrt norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Úrkomulítið fyrir norðan og léttir þar til seinnipartinn. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Suðlæg átt og vætusamt, en þurrt að mestu norðaustantil. Hægt kólnandi.

Á föstudag (lýðveldisdagurinn):

Útlit fyrir norðvestlæga átt og stöku skúri á víð og dreif. Kólnar lítillega fyrir norðan.