Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Bráðabirgðafjárlög samþykkt

Bráðabirgðafjárlög voru samþykkt á Bandaríkjaþingi aðeins nokkrum klukkustundum fyrir upphaf nýs fjárlagaárs. 

Allt stefndi í að ríkisstofnunum yrði lokað ef sátt næðist ekki á þinginu.

Það var Kevin McCart­hy, leiðtogi re­públi­kana í full­trúa­deild, sem lagði fram frumvarpið en harðlínu­flokks­menn repúblikana höfðu sum­ir hótað því að fjar­læga McCart­hy úr stöðu sinni sem leiðtogi þing­flokks­ins.

Bráðabirgðafjárlögin tryggðu starfsemi ríkisstofnanna í 45 daga, eða til 17. nóvember. 

Í fjárlögunum er ekki að finna stuðning Bandaríkjamanna við Úkraínumenn líkt og Joe Biden forseti hafði krafist.

Biden undirritaði fjárlögin og sagðist í yfirlýsingu fullviss um að McCart­hy myndi standa við loforð sitt um stuðninginn. 

mbl.is