Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Gul viðvörun á Suðausturlandi

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland frá klukkan 7.30 til 18 í dag. Þar spáð norðaustan hvassviðri eða stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu, og verður hvassast í Öræfum.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s í Öræfum, sem geta verið hættulegar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Á landinu í dag er spáð norðaustan 10-18 m/s með morgninum, en 15 til 25 m/s um tíma á Suðausturlandi, hvassast í Öræfum. Rigning verður eða slydda með köflum, en þurrt suðvestantil.

Á morgun verður norðaustlæg átt, 3-10 m/s, en 10-18 norðvestantil. Rigning verður eða slydda með köflum fyrir norðan, en úrkomulítið sunnantil. Vaxandi austanátt verður sunnanlands annað kvöld með lítilsháttar vætu.

Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Veðurvefur mbl.is