Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Gul viðvörun um allt land

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir nærri því allt Ísland um helgina. 

Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi en gula viðvörunin tekur fyrst gildi klukkan 17 á morgun á Vestfjörðum. 

Klukkan 22 á laugardagskvöld hefur viðvörunin tekið gildi á öllu vestanverðu- og norðanverðu landinu og á Austurlandi að Glettingi ásamt Miðhálendinu. 

Klukkan 9 að morgni sunnudags er spáð að veðrið hafi lægt og eru engar viðvaranir í gildi þá. 

Á milli klukkan 10 og 11 á sunnudagsmorgun tekur aftur við gul viðvörun og þá á Suðausturlandi, Austfjörðum, Austurlandi og á Norðurlandi eystra og verður í gildi fram á miðnætti.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is