Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Húsnæðismarkaður, innflytjendamál og fjárlög

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr dómsmálaráðherra og fæst við innflytjendamál, einn erfiðasta málaflokk samtímans. Niðurstaða kærunefndar útlendingmála nú fyrir helgina staðfesti réttmæti synjunar viðbótarverndar fyrir fólk frá Venesúela - allt að 1500 manns þaðan gætu þurft að snúa heim, hver verða áhrifa þessa úrskurðar á þennan málaflokk?

Kristján Kristjánsson heldur áfram að tefla saman stjórnmálaleiðtogum, Katrín Jakobsdóttir formaður VG og forsætisráðherra mætir Birni Leví Gunnarssyni, talsmanni Pírata. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar pólitískar áherslur ríkisstjórnar en ljóst að þær eru margar hverjar umdeildar.

Í lok þáttar mætir Fida Abu Libdeh - formaður FKA á Suðurnesjum, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica fyrirtækisins. Hún er palenstínskur innflytjandi sem hefur aldeilis nýtt tækifærin hér á landi - hvernig horfir hún á umræðuna um innflytjendamál í ljósi eigin reynslu?

Sprengisand má heyra á Bylgjunni og sjá á Stöð 2 Vísi.