Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Hvasst á sunnanverðu landinu

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að seint í dag færist úrkomusvæði yfir Norðaustur- og Austurland með samfelldri rigningu.

Í spá dagsins segir að í dag muni ganga í norðaustan 8-15 m/s en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Samfelld úrkoma verði á norðan og austanverðu landinu í dag og hiti verði fjögur til 13 stig suðvestantil.

Á morgun verði norðan og norðaustan 8-15 m/s, rigning um landið norðanvert en að mestu bjart að sunnan. Hiti fjögur til ellefu stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan og norðan 5-13 m/s. Rigning á norðurhelmingi landsins, en skýjað með köflum sunnanlands og líkur á stöku skúrum. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-15, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum, en líkur á slyddu fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Austan og norðaustanátt og slydda eða rigning, en væta með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðaustanátt og rigning víða um land. Heldur hlýnandi.

Á laugardag:

Norðlæg átt og rigning eða slydda, einkum norðanlands. Hiti 1 til 9 stig, mildast suðaustantil.