Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Klopp tjáir sig um dómaramistökin

Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. 

Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. 

„Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. 

Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. 

Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. 

„Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. 

Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar.