Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Mótmæla kynfræðslu í grunnskólum

Tugir manna tóku þátt í mótmælagöngu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag til að mótmæla kynfræðslu í grunnskólum. „Ekki snerta börnin okkar,“ kölluðu mótmælendur sem eru andvígir tveggja klukkutíma kynfræðslunámskeiði fyrir tvo aldurshópa.

Aldurshóparnir eru annars vegar ellefu til tólf ára og hins vegar fimmtán til sextán ára, en námskeiðunum er ætlað að svara spurningum nemenda um viðkvæm málefni. Síðan skólaárið byrjaði hefur mótast mikil mótspyrna gagnvart námskeiðinu.

Fjöldi fólks safnaðist saman til að mótmæla kynfræðslu.

Fjöldi fólks safnaðist saman til að mótmæla kynfræðslu. AFP/Simon Wohlfahrt

Rannsaka íkveikjur í tveim skólum

Um miðjan september hófst rannsókn yfirvalda í Belgíu á íkveikjum í fjórum grunnskólum. Talið er að meðlimir mótmælenda hafi kveikt í skólunum en flestir mótmælendur eru kaþólikkar eða múslímar.

„Að tala opinberlega við börn um kynhneigð getur ruglað í þeim. Það er hlutverk foreldranna að tala við börn um kynhneigð, ekki ríkisins,“ sagði einn mótmælandi í samtali við frönsku fréttaveituna AP.

Á skiltinu stendur „ekki snerta börnin mín“.

Á skiltinu stendur „ekki snerta börnin mín“. AFP/Simon Wohlfahrt

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum svör við spurningum sem þeir kunna að spyrja sig á yngri árum og til að verja þá frá aðstæðum sem gætu verið vafasamar eða hættulegar að sögn Caroline Desir, menntamálaráðherra Belgíu. 

mbl.is