Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Óvissustigi vegna veðurs aflýst

Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra í samráði við lögreglustjórana í fyrrgreindum umdæmum.

Óvissustigið var sett á vegna veðurs sem gekk yfir hluta landsins í gær, laugardag.

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð klukkan tólf á hádegi en lauk störfum klukkan tíu í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Verkefni gærdagsins voru mörg og höfðu björgunarsveitir í nægu að snúast allan daginn. Voru flest verkefnin á höfuðborgarsvæðinu.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að nóttin hafi verið róleg og að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út.

mbl.is