Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Ten Hag hefur áhyggjur af leikmönnum Manchester Urnited

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að glíma við of mikið að sögn Erik ten Hag, stjóra Manchester United.

Þónokkrir leikmenn Man Utd eru að glíma við meiðsli þessa stundina og sá nýjasti til að meiðast er varnarmaðurinn Lisandro Martinez.

Ten Hag segir að álagið á leikmenn á Englandi sé of mikið og að leikmenn þurfi meiri hvíld en er í boði.

,,Við stækkuðum hópinn fyrir þetta tímabil og ástæðan er mjög skýr. Á síðustu leiktíð fór fram HM á miðju tímabili og það varð því lengra, við fengum styttra frí,“ sagði Ten Hag.

,,Þetta er of mikið fyrir leikmennina, álagið er of mikið. Margir af mínum kollegum hafa sagt það og ég geri það einnig.“

,,Álagið verður meira og meira og það er enginn stopp takki. Leikmennirnir geta ekki höndlað þetta mikið lengur.“

Enski boltinn á 433 er í boði