Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Tómas Valur er næsta stjarna Subway deildarinnar

Leikmaðurinn framlengdi nýverið samning sinn við Þór Þorlákshöfn fyrir komandi tímabili. Hann er aðeins 18 ára gamall en hefur lykilmaður með yngri landsliðum Íslands og mun koma til með að spila stórt hlutverk í liði Þórs á þessu tímabili. 

Teitur Örlygsson, sérfræðingur á körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports, fer mjög fögrum orðum um leikmanninn. 

„Einn af mínum uppáhalds, hann verður atvinnumaður, spurningin er bara hvaða leið hann fer að því. Hann er með allan pakkann til að verða framúrskarandi körfuboltamaður, byggður öðruvísi, með sprengikraft, hæð, betri skotmaður en bróðir sinn og honum finnst gaman að verjast.“

Bróðir Tómasar er atvinnumaðurinn Styrmir Snær Þrastaron sem fluttist til belgíska liðsins Belfius Mons frá Þór Þorlákshöfn eftir síðasta tímabil. 

Innslagið um Tómas í þættinum má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Tómas Valur er næsta stjarna