Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Vaessen vaknaður og á batavegi

Atvikið átti sér stað undir lok leiks þegar Ajax var 3-2 yfir, Brian Brobbey sóknarmaður Ajax gerði atlögu að boltanum inni í vítateig en lenti í samstuði við markvörð Waalvijk sem fékk höfuðhögg og missti meðvitund. 

Þær fréttir bárust svo seint í gærkvöldi að Vaessen væri kominn til meðvitundar og væri á leið í frekari rannsóknir á spítalanum. RKC Waalvijk sendi  svo frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem sagt er frá því að markvörðurinn sé á batavegi. 

𝗨𝗽𝗱𝗮𝘁𝗲 𝗘𝘁𝗶𝗲𝗻𝗻𝗲 𝗩𝗮𝗲𝘀𝘀𝗲𝗻

In navolging van onze update gisteravond, kunnen wij melden dat onze doelman Etienne Vaessen een goede nacht heeft doorgemaakt en zijn lijn van herstel heeft doorgezet. Voor Etienne is het voor nu belangrijk de komende uren en dagen in… pic.twitter.com/kwqhDOjtDX

— RKC Waalwijk (@RKCWAALWIJK) October 1, 2023

Eins og áður segir var komið fram á 85. mínútu þegar leikurinn var flautaður af, Ajax var 3-2 yfir en það er enn óljóst hvernig framkvæmd leiksins verður háttað.

Þetta er annar leikur Ajax á einni viku sem flautaður er af, síðast var það vegna óeirða stuðningsmanna gegn Feyenoord.