Iceland

Chelsea ná­lægt því að fá „næsta Van Dijk“ frá Barcelona

Chelsea er nálægt því að semja við hinn átján ára gamla Xavier Mbuayamba sem hefur verið nefndur „næsti Virgil van Dijk.“

Varnarmaðurinn gekk í raðir Barcelona síðasta sumar frá MVV Maastricht en nú hefur hann yfirgefið spænska stórliðið eftir einungis eitt ár á Spáni.

Mbuyamba æfði með Chelsea á síðata ári en Chelsea náði ekki að semja við hann því hann hafði áhuga á því að semja við Barcelona.

Hann samdi einungis til eins árs í Barcelona og samningurinn er nú runninn út. Chelsea vill því fá hann til liðs við sig í sumar.

Mbuayamba spilaði einungis þrjá leiki í UEFA Youth League með Barcelona og náði ekki að spila sig inn í aðallið félagsins.

„Flest stór félög í Evrópu hafa spurst fyrir um Xavier. Real Madrid eru áhugasamir, Juventus og Inter hafa áhuga, sem og topp félög í Þýskalandi og Englandi,“ sagði Carlos Barros, umboðsmaður Xavier, fyrr á þessu ári.

Football news:

Bayern has everything: character, intelligence, technique. You look at their game with admiration. Peter Neustadter about Munich
Manchester United is ready to pay about 12 million pounds for Telles. Porto wants 18 million, the player considers the requirements too high
Guardiola on the composition of the city: We have 13 players. We need players from the Academy
Bale on time in Real Madrid: No regrets. I grew up as a person and a footballer
Kolyvanov about Rostov's departure from the Europa League: Karpin will understand the reasons, but such defeats leave an imprint
Lampard on Mendy: Petr Cech is a reference point for any goalkeeper at Chelsea
Balotelli is close to a 1+1 contract with Genoa