Fótbolti

Eggert hefur leikið með SønderjyskE síðan 2017.
Eggert hefur leikið með SønderjyskE síðan 2017. vísir/getty

SønderjyskE vann 2-1 sigur á Randers í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður hjá SønderjyskE á 68. mínútu, skömmu eftir að liðið komst í 2-1.

Christian Jakobsen kom SønderjyskE yfir á 30. mínútu og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Á 54. mínútu jafnaði Marvin Egho fyrir Randers.

Ellefu mínútum skoraði Nýsjálendingurinn Marco Rojas sigurmark SønderjyskE.

Frederik Schram, sem gekk í raðir SønderjyskE í gær, var á varamannabekk liðsins í dag.

SønderjyskE endaði í 11. sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili.Tengdar fréttir

Danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE hefur náð í Frederik Schram vegna meiðsla markvarðar liðsins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.


Fleiri fréttir

Sjá meira