Iceland

Juventus með pálmann í höndunum

Juventus er með pálmann í höndunum í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 4:1-sigur á grönnunum í Torino á heimavelli í dag. Lazio, helsti andstæðingur Juventus í toppbaráttunni, fékk skell á móti AC Mílan í kvöld. 

Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus setti nýtt met er hann lék leik númer 648 í deildinni. Átti Paolo Maldini áður metið en hann lék á sínum tíma 647 leiki í ítölsku A-deildinni. 

Paulo Dybala kom Juventus á bragðið strax á þriðju mínútu er hann dansaði með boltann inn í teiginn og skaut í varnarmann og í netið. Juan Cuadrado bætti við öðru markinu á 29. mínútu en það var keimlíkt fyrsta markinu. 

Andrea Belotti lagaði stöðuna fyrir Torino með marki úr víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik og var staðan í leikhlé 2:1. 

Juventus náði hinsvegar aftur tveggja marka forystu á 61. mínútu. Cristiano Ronaldo tók þá aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi og skilaði boltanum upp í samskeytin. Markið var það fyrsta sem Ronaldo skorar úr aukaspyrnu fyrir Juventus. Varð Koffi Djidji fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Torino á 87. mínútu og gulltryggði hann 4:1-sigur Juventus í leiðinni. 

Skellur hjá Lazio

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Calhanoglu kom AC Mílan yfir á útivelli gegn Lazio með marki á 23. mínútu. Skaut hann boltanum í varnarmann utan teigs og þaðan flaug hann yfir Thomas Strakosha í markið Lazio og í netið.

Zlatan Ibrahimovic skoraði annað mark AC Milan gegn Lazio.

Zlatan Ibrahimovic skoraði annað mark AC Milan gegn Lazio. AFP

Zlatan Ibrahimovi tvöfaldaði forskotið með marki úr víti á 34. mínútu og Ante Rebic gulltryggði 3:0-sigur á 59. mínútu er hann kláraði einn gegn Strakosha eftir sendingu Giacomo Bonaventura og þar við sat. 

Juventus er með 75 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum meira en Lazio þegar átta umfeðrir eru eftir. 

mbl.is

Football news:

We found out how the fascinating logo of Iceland appeared: Game of thrones has nothing to do with it, the source of audacity is the success of the national team
Ronaldo-Casillas: Proud that we shared great moments
Bayern want to sell Boateng in the summer. The club has no offers yet
Solskjaer on the Europa League: a Trophy would be a big step forward for Manchester United. We want to win something
Juve have contacted Zidane, Pochettino, Inzaghi, Spalletti and Gasperini about working at the club. The Real Madrid coach refused
Coach Of Brentford: We went from a mid-level team to the third team of the season. This is an incredible achievement
Burnley are not going to sell Tarkowski for less than 50 million pounds